We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Dr. Gunni í sjoppu

by Dr. Gunni

/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    Purchasable with gift card

      $5 USD  or more

     

1.
1$ 00:09
1$, 1$, Soda, water, 1$, 1$
2.
Rokk! 03:09
Vantar þig orð sem að lýsir því best, hvernig þér líður í þínu hjarta? Orð sem að hreinlega segir það allt, þegar þú þarft að kveina og kvarta. Lífið er stutt og ósanngjarnt. Líttu til himins, mundu að draga andann. Rokk! Já, segðu bara rokk! Sveitt og sykrað rokking rokk! Já, segðu bara rokk! svínslega svæsið rokking rokk! Þú komst í heiminn, þú baðst ekki um það, annað fólk bara þurfti að makast. Og hér ertu staddur undir stjörnuþaki, í áttina að gröfinni mjakast. Lífið er stutt og ósanngjarnt. Líttu til himins, mundu að draga andann.
3.
Heiða Dögg 02:20
Hún hét Heiða Dögg, ekkert súper-glögg. Han’ á landalögg, mátti mata og skömmu síðar plata, beint í bólið. Menn spöruð’ ekki hólið. Hún þeim trúði, því hún var alger lúði. Já - hún Heiða víst mörgum gerði greiða, gæðablóðið Heiða. Gamalt drykkjusvín dró hún heim til sín því hann átti vín. Fylliraftinn kysst’ún beint á kjaftinn. fór með honum. Hann gleymdi öðrum konum. Þau fór’ að búa og svo kom krakkahrúga. Nú hún Heiða gert sig hefur breiða
4.
Skítaglott í kokkpitti á leiðinni í stuðið. Kampavín og kókaín og kavíar í liðið. Tina Turner jarmar yfir spariklæddan hroka. Í nepju dröslast þrælarnir með gula Bónuspoka. Línuritin upp á við þau jakkafötin glepja. Þvoglumæltar kerlingarnar kokteilana lepja. Pakk með yfirdrátt að veltast um í fégirni. Gullát, sáðlát, blakkát, hér eru heimsfræg styrni. Tremmi, efi, timburmenn í tveggja sturtna svítu. Ó guð ef ég ynni bar'á lyftara eða ýtu Tina Turner jarmar yfir spariklæddan hroka. Í sudda basla þrælarnir með gula Bónuspoka.
5.
Stíf-Stef-Stefán ó Gríms (ég sagði)...
6.
Hestar 00:31
Hestar stunda ekki endaþarmsmök, það er ekki í þeirra eðli. Hestar eiga ekki peninga á bók, og þurfa ekki að skipta seðli. Nei, hestar eiga ekki gamlan húsbíl, sem hríðlækkar í verði. Því hestar eru bara fokking fávitar!
7.
Rollur 01:13
Rollur glápa á mig (Þegiði!!!)
8.
Gúmmíönd 01:55
Gúmmí, gúmmí, gúmmí... gúmmíönd sigldi um höfin blá, gettu hvað hún sá. Gúmmí, gúmmí, gúmmí... gúmmíönd rak svo upp á strönd, stóð þar upp á rönd. Þá kom karl með risastóra bumbu hann tók upp öndina og hent'enni út á haf. Þá kom geit með hornin út í loftið hún stangaði öndina og hent'enni út á haf. Þá kom selur með hausinn eins og hundur hann beit í öndina og hent'enni út á haf. Þá kom stelpa með hárið greitt í fléttur hún tók upp öndina og fór með heim til sín. Nú er þar öndin í góðu yfirlæti í heitu baði og dreymir höfin blá. Gúmmí, gúmmí, gúmmí, gúmmí, gúmmí, gúmmí, gúmmíönd!
9.
Við – Við keyptum flatskjái kaffi úr aparassi, hest með ljósaskermi Te – Teskeiðar – matskeiðar aspas og ananasar Vökuports-Skjaldbreiðar Sjöundi október Allt fer eins og það fer og það er á meðan er.
10.
Næturvörður með svarta sál grænmetissali með mangó og kál New York borg kl. 4 um nótt. Tómir taxar með ljósin á svartklæddar verur líða hjá New York borg kl. 4 um nótt. Línulegt líf sem betur ber Shahid selur mér kirsuber New York borg kl. 4 um nótt New York borg kl. 4 um nótt.

about

Dr. Gunni í sjoppu kom út 7. október 2015 á 50. afmælisdegi Dr. Gunna. Tíu lög tekin upp 2015.

credits

released October 7, 2015

Lög og textar: Gunnar Lárus Hjálmarsson
Nema: 1$ (Óþekktur götusali í New York)
Heiða Dögg (Texti: Þorsteinn Eggertsson)

Úsetning og söngur í Gúmmíönd - Steinunn Harðardóttir / Dj. Flugvél og geimskip
Söngur í Rokk! - Sigríður Beinteinsdóttir
Söngur í New York borg kl. 4 um nótt - Shady Owens
Lúðrar í Rokk! - Þorkell Harðarson og Helgi R. Heiðarsson

Hljóðfæraleikur í Rokk!, Heiða Dögg, Baugur Mónakó partí og Sjöundi október -
Hljómsveitin Dr. Gunni:
Gunnar Lárus Hjálmarsson - gítar, söngur
Guðmundur Birgir Halldórsson - gítar
Grímur Atlason - bassi
Kristján Freyr Halldórsson - trommur

Söngur og hljóðfæraleikur í Stíf-Stef-Stefán - Videósílin
Gunnar Lárus Hjálmarsson - gítar, söngur
Trausti Júlíusson - gítar
Brjánn Birgisson - bassi
Steinn Skaptason - trommur

Tekið upp um sumarið 2015
Alberti Finnbogasyni pródúseraði og tók upp í Kolgeit, en hljóðblandaði á Grettisgötu. Hann spilaði á ýmislegt, tók t.d. gítarsólóið í Rokk!
Sigurdór Guðmundsson masteraði í Skonrokki.
Umslag - GH-Fingur
Pressun á plötur (50 stk) - vinyll.is
Prentun á umslagi - Háskólaprent

Útgáfan var styrkt af Hljóðritasjóði STEF, Tónskáldasjóði Rásar 2 og Tónskáldasjóði 365.

license

all rights reserved

tags

about

Erdanumusik Reykjavik, Iceland

contact / help

Contact Erdanumusik

Streaming and
Download help

Redeem code

Report this album or account

If you like Dr. Gunni í sjoppu, you may also like: